Önnur nýju þvottastöðva Löðurs er við Vesturlandsveg.
Önnur nýju þvottastöðva Löðurs er við Vesturlandsveg.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Löður hefur opnað tvær nýjar snertilausar og sjálfvirkar bílaþvottastöðvar og rekur fyrirtækið nú alls sex þvottastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Nýju stöðvarnar eru á Vesturlandsvegi við Grjótháls 8 í Reykjavík og Hagasmára 9 við Smáralind.

Löður hefur opnað tvær nýjar snertilausar og sjálfvirkar bílaþvottastöðvar og rekur fyrirtækið nú alls sex þvottastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Nýju stöðvarnar eru á Vesturlandsvegi við Grjótháls 8 í Reykjavík og Hagasmára 9 við Smáralind.

„Við erum í samstarfi við Skeljung með þessar tvær nýju stöðvar. Þær eru fullkomnar og tölvustýrðir róbótar sjá um að þvo, bóna og þurrka bílinn. Þetta er samsetning af flóknum tölvubúnaði og efnablöndu,“ segir Guðmundur Ingi Hauksson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Löðurs, í tilkynningu. Auk þess hefur fyrirtækið einnig unnið að því að undanförnu að gera úrbætur á eldri stöðvum.

Löður er með umboð fyrir PDQ sem er einn stærsti framleiðandi á bílaþvottastöðvum í heimi en nýju stöðvarnar tvær eru í nýrri þvottastöðvalínu frá þeim. Í snertilausum þvotti felst, að engir þvottakústar snerta lakkið og skemma það því ekki.

Meira vatn á þvottaplani

„Boðið er upp á fyrsta flokks þvottaefni, sápur og bónefni. Löður er umhverfisvænt fyrirtæki og við erum m.a. með nýtt og umhverfisvænt leysiefni sem kemur í staðinn fyrir tjöruhreinsi. Það leysist að fullu upp í náttúrunni og skilur ekkert eftir sig. Það má benda á að það þarf fjórum sinnum meira vatn með því að þvo bílinn á þvottaplani en sé það gert á snertilausri þvottastöð. Þá fer það einnig mun betur með lakk bílanna að fara í gegnum þvottastöð; því kústar rispa og matta öll bílalökk. Tjara og eldfjallaaska sest á bílana og gerir það að verkum að enn mikilvægara er að þvo bílana á réttan hátt til að rispa ekki lakkið,“ segir Guðmundur Ingi.

agas@mbl.is