Mark David Silva, fyrir miðju, skallar boltann og skorar fyrsta mark Man. City á tímabilinu án þess að Tim Krul komi vörnum við í marki Newcastle.
Mark David Silva, fyrir miðju, skallar boltann og skorar fyrsta mark Man. City á tímabilinu án þess að Tim Krul komi vörnum við í marki Newcastle. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sílebúinn Manuel Pellegrini fékk nánast algjöra óskabyrjun sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar hann stýrði Manchester City til 4:0-stórsigurs á Newcastle.

Sílebúinn Manuel Pellegrini fékk nánast algjöra óskabyrjun sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar hann stýrði Manchester City til 4:0-stórsigurs á Newcastle. Leikmenn City fóru á kostum og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk, en voru sviknir um vítaspyrnu og löglegt mark sem dæmt var af vegna meintrar rangstöðu.

Einn blettur var á óskabyrjuninni því fyrirliðinn Vincent Kompany varð að fara meiddur af velli í seinni hálfleik. Pellegrini kvaðst búast við að Belginn yrði frá keppni í 10-14 daga en svipbrigði Kompany bentu til að meiðslin gætu verið alvarlegri.

Meiðslin þýða að Joleon Lescott er eini miðvörður City sem er heill heilsu í dag. Matija Nastasic er meiddur og Kolo Touré var seldur til Liverpool í sumar. Talið er að City muni hugsanlega reyna að fá Pepe frá Real Madrid áður en félagaskiptaglugginn lokast um mánaðamótin, til að bæta úr málunum. sindris@mbl.is