Valhöll á Þingvöllum Hugsanlegt að Kruger geri tilboð DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað beiðni Verino Investment í Mónakó um undanþágu til að kaupa Hótel Valhöll á Þingvöllum. Verino Investment gerði tilboð í Hótel Valhöll fyrir Englendinginn Howard Kruger. Þar sem félagið er skráð í Mónakó, sem ekki er aðili að EES-samkomulaginu, þurfti það undanþágu til kaupanna. Hugsanlegt er að Howard Kruger geri sjálfur tilboð í Hótel Valhöll í kjölfar viðbragða ráðuneytisins. ENGINN MYNDATEXTI.
Valhöll á Þingvöllum Hugsanlegt að Kruger geri tilboð DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað beiðni Verino Investment í Mónakó um undanþágu til að kaupa Hótel Valhöll á Þingvöllum. Verino Investment gerði tilboð í Hótel Valhöll fyrir Englendinginn Howard Kruger. Þar sem félagið er skráð í Mónakó, sem ekki er aðili að EES-samkomulaginu, þurfti það undanþágu til kaupanna. Hugsanlegt er að Howard Kruger geri sjálfur tilboð í Hótel Valhöll í kjölfar viðbragða ráðuneytisins. ENGINN MYNDATEXTI. — Morgunblaðið/Ómar
20. ágúst 1898 Veitinga- og gistihúsið Valhöll á Þingvöllum var vígt. Nafn sitt dró húsið af búð Snorra Sturlusonar sem stóð forðum skammt frá þeim stað þar sem húsið var fyrst, en það var flutt nær Þingvallavatni 1929. Húsið brann sumarið 2009. 20.

20. ágúst 1898

Veitinga- og gistihúsið Valhöll á Þingvöllum var vígt. Nafn sitt dró húsið af búð Snorra Sturlusonar sem stóð forðum skammt frá þeim stað þar sem húsið var fyrst, en það var flutt nær Þingvallavatni 1929. Húsið brann sumarið 2009.

20. ágúst 1933

Fjórir menn komu á bíl að Mýri í Bárðardal eftir fimm daga ferð úr Landsveit í Rangárvallasýslu. „Er þetta í fyrsta skipti að bíll fer Sprengisandsveg, landsfjórðunganna á milli,“ sagði í Morgunblaðinu.

20. ágúst 1942

Sjö manna áhöfn vélbátsins Skaftfellings bjargaði 52 Þjóðverjum af kafbátnum U-464 sem Catalina-herflugvél með bækistöð í Skerjafirði hafði sökkt 175 sjómílum suður af Hornafirði.

20. ágúst 1973

Sendiherra Bandaríkjanna afhenti forseta Íslands tunglstein, sem fluttur var til jarðar í ferð Apollo 17 í desember árið áður, og íslenskan fána sem hafði verið farið með til tunglsins.

20. ágúst 1995

Hópur erlendra ferðamanna lenti í hrakningum á norðanverðum Vatnajökli. Þeim var bjargað og átta voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús vegna ofkælingar. „Við sáum ekkert, fukum til og frá, lögðumst niður og reyndum að skríða,“ sagði ísraelsk kona í samtali við Morgunblaðið.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.