Nyt Bæði fífillinn og vallhumallinn hafa græðandi áhrif ef rétt er farið að.
Nyt Bæði fífillinn og vallhumallinn hafa græðandi áhrif ef rétt er farið að.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nýlega kom út bókin Heilsujurtabiblían eftir Jade Britton í þýðingu Nönnu Gunnarsdóttur. Um er að ræða handbók sem fer yfir ýmsar jurtir sem geta haft góð áhrif á heilsuna ef þær eru brúkaðar á réttan máta.

Nýlega kom út bókin Heilsujurtabiblían eftir Jade Britton í þýðingu Nönnu Gunnarsdóttur. Um er að ræða handbók sem fer yfir ýmsar jurtir sem geta haft góð áhrif á heilsuna ef þær eru brúkaðar á réttan máta. Margar þeirra má finna í íslenskri náttúru og má þar nefna plöntur á borð við vallhumal, fífil og brenninetlu.

Plönturnar hafa fjölbreytta eiginleika og margar þeirra má nota við algengum kvillum á borð við kvef, húðvandamál, magakveisu og svefnleysi. Í bókinni má síðan finna útskýringar á því hvernig nýta skuli jurtirnar, hvernig skuli útbúa græðandi tinktúrur, seyði, olíur og smyrsl og hvað beri að forðast við nýtingu plantnanna.