Lundey NS Víða um land er hlutfall síldar og makríls svipað í aflanum
Lundey NS Víða um land er hlutfall síldar og makríls svipað í aflanum
Mikið er um að síld veiðist með makrílnum og víða er hlutfall makríls og síldar í aflanum svipað. Þetta segir Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri Lundeyjar NS, í frétt á vefsíðu HB Granda.

Mikið er um að síld veiðist með makrílnum og víða er hlutfall makríls og síldar í aflanum svipað. Þetta segir Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri Lundeyjar NS, í frétt á vefsíðu HB Granda. Skipið er nú í höfn á Vopnafirði að landa rúmlega 600 tonnum af makríl og síld. „Það er alls staðar hægt að fá síld, en markmiðið á makrílveiðunum er að fá sem minnst af henni sem aukaafla,“ segir hann. Þar segir hann hnífinn standa í kúnni þar sem síldin sé alls staðar þar sem kastað er á makríl.

Hann segir það þó koma fyrir að menn fái svo til hrein makrílholl, en það sé hins vegar fátítt á miðunum fyrir Austur- og SA-landi. Erfitt er fyrir skip sem landa þarf á Vopnafirði að sækja makrílinn vestur fyrir land, þar sem góður makríll fæst, þar eð rúmlega 30 tíma sigling er þar á milli og ekki má taka langan tíma að ná skammtinum fyrir vinnsluna. sunnasaem@mbl.is