Lögfræðingur framtíðarinnar Sigvaldi Fannar Jónsson, formaður Orators, félags laganema við HÍ, segir lögfræðina henta sér vel.
Lögfræðingur framtíðarinnar Sigvaldi Fannar Jónsson, formaður Orators, félags laganema við HÍ, segir lögfræðina henta sér vel. — Ljósmynd/Sigvaldi Fannar Jónsson
Það er nú ekkert ákveðið planað, en ætli maður borði ekki bara með fjölskyldunni og lyfti sér svo upp með vinunum um kvöldið, en ekkert svakalegt,“ segir Sigvaldi Fannar Jónsson, afmælisbarn dagsins, en hann er 22 ára í dag.

Það er nú ekkert ákveðið planað, en ætli maður borði ekki bara með fjölskyldunni og lyfti sér svo upp með vinunum um kvöldið, en ekkert svakalegt,“ segir Sigvaldi Fannar Jónsson, afmælisbarn dagsins, en hann er 22 ára í dag. Sigvaldi Fannar er formaður Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Hann er að byrja þriðja árið sitt í lögfræðinni og segir að hún henti sér mjög vel. Sigvaldi Fannar segir að til greina hafi komið að fara í læknisfræði en á endanum varð lögfræðin ofan á. „Ég hef mjög gaman af rökræðum og það heillaði mjög mikið. Lögfræðin er líka mjög lifandi og spennandi fag, þó að það sé brjálað að gera.“ Orator er elsta og stærsta nemendafélag Háskólans, en félagið fagnar 85 ára afmæli sínu í ár. „Þetta er mikil saga og miklar hefðir sem fylgja,“ segir Sigvaldi en alltaf er mjög mikið um að vera hjá félaginu, en það leggur mikla áherslu á bæði skemmtanir og fræðastarf. Af öðrum áhugamálum Sigvalda má nefna að hann er, að eigin sögn, „grjótharður Púlari“ í ensku knattspyrnunni. Líklega er eftirminnilegasti leikurinn sem hann hefur farið á úrslitaleikur Meistaradeildarinnar árið 2005, þar sem Liverpool lenti undir 3-0 í hálfleik en náði að jafna stöðuna í seinni hálfleik og vinna svo í vítaspyrnukeppni. „Maður var bara bjartsýnn í hálfleik, þó að maður hafi kannski ekki búist við því að þeir næðu að jafna, en að vera fyrir aftan markið þegar Gerrard þrumaði honum inn var bara geggjað!“ sgs@mbl.is