31. ágúst 1919 Listvinafélag Íslands efndi til fyrstu almennu íslensku listsýningarinnar í Barnaskólanum í Reykjavík. Á sýningunni voru níutíu listaverk eftir sautján listamenn.
31. ágúst 1919
Listvinafélag Íslands efndi til fyrstu almennu íslensku listsýningarinnar í Barnaskólanum í Reykjavík. Á sýningunni voru níutíu listaverk eftir sautján listamenn. „Hver maður fer þaðan betri og auðugri en hann kom,“ sagði í Vísi.
31. ágúst 1919
Jóhann Sigurjónsson skáld og rithöfundur lést, 39 ára. Hann bjó lengst af í Danmörku og samdi leikrit, t.d. Fjalla-Eyvind og Galdra-Loft, en orti einnig ljóð, m.a. Sofðu unga ástin mín, Bikarinn og Sorg, sem er talið fyrsta óbundna ljóðið á íslensku. Minnisvarði um Jóhann var afhjúpaður á Laxamýri í Þingeyjarsýslu á aldarafmæli skáldsins, 1980.
31. ágúst 1947
Septembersýningin var opnuð. Þar sýndu átta listmálarar og tveir myndhöggvarar, sem síðar voru nefndir Septem-hópurinn.
31. ágúst 1994
Lengstu viðureign íslenskrar skáksögu lauk með jafntefli eftir 183 leiki. Þetta var skák Jóhanns Hjartarsonar og Jóns Garðars Viðarssonar á Skákþingi Íslands í Vestmannaeyjum. Eldra met var frá 1988, 163 leikir.Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.