Flugvöllur fari ekki Ég vil lýsa yfir eindregnum stuðningi mínum við þá undirskriftasöfnun sem nú stendur yfir varðandi það að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri.
Flugvöllur fari ekki
Ég vil lýsa yfir eindregnum stuðningi mínum við þá undirskriftasöfnun sem nú stendur yfir varðandi það að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Það getur skilið milli lífs og dauða að alvarlega sjúkir eða illa slasaðir komist undir læknishendur hið bráðasta. Það tekur 35-40 mínútur að aka frá flugvelli á Suðurnesjum á fullri ferð á Landspítala. Þá á hver heilvita maður að geta skilið að með því að flytja lendingarstað fyrir sjúkraflug á Suðurnes er öryggi sjúkra/slasaðra stefnt í tvísýnu.
Sigurður Guðjón Haraldsson.