KF er nú tveimur stigum á eftir Þrótti í næst neðsta sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir að KF vann Völsung, 3:1, á Ólafsfjarðarvelli í gærkvöldi. KF er nú með 18 stig að loknum 19 leikjum en Þróttur hefur 20 stig. Liðin mætast í næstu umferð 1.

KF er nú tveimur stigum á eftir Þrótti í næst neðsta sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir að KF vann Völsung, 3:1, á Ólafsfjarðarvelli í gærkvöldi. KF er nú með 18 stig að loknum 19 leikjum en Þróttur hefur 20 stig. Liðin mætast í næstu umferð 1. deildar, á Valbjarnarvelli á laugardaginn eftir viku. Völsungur er hinsvegar sem fyrr langneðstur í deildinni með aðeins tvö stig.

Milos Glogovac kom KF yfir snemma leiks gegn Völsungi. Hafþór Mar Aðalgeirrson jafnaði metin á 44. mínútu. Heimamenn voru sterkari í síðari hálfleik og skoruðu þá í tvígang. iben@mbl.is