Íbúar í Grafarholti í Reykjavík, sem eru um 5.300, gagnrýna hve hægt miðar uppbyggingu þjónustu og íþróttaaðstöðu þar. Nauðsynlegt er að íbúar geti sinnt daglegum nauðsynjaverkum í hverfinu sínu, segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts.
Uppbygging á holtinu hófst um aldamót. Það var svo 2005 sem vaxtarkippur kom og uppbyggingu í hverfinu, sem stóð fram að hruni, er nú nánast lokið. „Miðað við aldur eigna og gæði hverfisins sem er tiltölulega fámennt og í nálægð við náttúruna, er Grafarholt vel samkeppnishæft,“ segir Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali hjá Kaupsýslunni. 20-21