Úthverfi Grafarholtið er eitt nýjasta hverfi borgarinnar og er nú því sem næst fullbyggt. Margt er þó ógert, svo sem það sem snýr að íþróttastarfi.
Úthverfi Grafarholtið er eitt nýjasta hverfi borgarinnar og er nú því sem næst fullbyggt. Margt er þó ógert, svo sem það sem snýr að íþróttastarfi. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Íbúar í Grafarholti í Reykjavík, sem eru um 5.300, gagnrýna hve hægt miðar uppbyggingu þjónustu og íþróttaaðstöðu þar.

Íbúar í Grafarholti í Reykjavík, sem eru um 5.300, gagnrýna hve hægt miðar uppbyggingu þjónustu og íþróttaaðstöðu þar. Nauðsynlegt er að íbúar geti sinnt daglegum nauðsynjaverkum í hverfinu sínu, segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts.

Uppbygging á holtinu hófst um aldamót. Það var svo 2005 sem vaxtarkippur kom og uppbyggingu í hverfinu, sem stóð fram að hruni, er nú nánast lokið. „Miðað við aldur eigna og gæði hverfisins sem er tiltölulega fámennt og í nálægð við náttúruna, er Grafarholt vel samkeppnishæft,“ segir Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali hjá Kaupsýslunni. 20-21