Fjölhæfir Peter Maté píanóleikari og Ármann Helgason klarinettuleikari koma fram á tónleikunum „Klassík í Vatnsmýrinni“ í Norræna húsinu.
Fjölhæfir Peter Maté píanóleikari og Ármann Helgason klarinettuleikari koma fram á tónleikunum „Klassík í Vatnsmýrinni“ í Norræna húsinu. — Morgunblaðið/Rósa Braga
Þeir Ármann Helgason og Peter Maté bjóða upp á litríka og áhugaverða efnisskrá fyrir klarinett og píanó, með verkum eftir Brahms, Poulenc, Nielsen, Jón Nordal og Jón Þórarinsson, á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudagskvöld, og hefjast þeir...

Þeir Ármann Helgason og Peter Maté bjóða upp á litríka og áhugaverða efnisskrá fyrir klarinett og píanó, með verkum eftir Brahms, Poulenc, Nielsen, Jón Nordal og Jón Þórarinsson, á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudagskvöld, og hefjast þeir klukkan 20.

Tónleikarnir eru hluti raðarinnar „Klassík í Vatnsmýrinni“ sem Félag íslenskra tónlistarmanna – klassísk deild FÍH stendur að í samvinnu við Norræna húsið.

Á tónleikunum verður teflt saman þremur ólíkum sónötum eftir Poulenc, Brahms og Jón Þórarinsson. Einnig flytja þeir félagar tvö stemningsverk fyrir klarinett og píanó, eftir Nielsen og Jón Nordal.

Ármann hefur komið víða fram sem einleikari, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands og á einleikstónleikum. Peter Máté hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum hljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum víða um lönd.