[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
S igurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur sótt um að gegna stöðu þjálfara kvennalandsliðs Englands. Þetta staðfesti hann við vefmiðilinn fótbolta.net í gær.

S igurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur sótt um að gegna stöðu þjálfara kvennalandsliðs Englands. Þetta staðfesti hann við vefmiðilinn fótbolta.net í gær. Englendingar eru í leit að nýjum þjálfara eftir að Hope Powell var sagt upp vegna slaks árangurs á EM í Svíþjóð í sumar, þar sem Sigurður Ragnar stýrði Íslandi í 8-liða úrslitin. England hefur þegar hafið keppni í undankeppni HM en það er Brent Hills sem stýrir liðinu til bráðabirgða og undir hans stjórn fagnaði England 6:0-sigri á Hvít-Rússum um helgina.

Atli Viðar Björnsson er orðinn sjötti markahæstur í efstu deild frá upphafi með 88 mörk eftir að hann gerði bæði mörk FH gegn Fram í 2:0 sigrinum á sunnudaginn. Atli fór uppfyrir Hörð Magnússon sem skoraði 87 mörk í deildinni, þar af 84 mörk á árunum 1985 til 2000. Freyr Bjarnason varð í sama leik fyrstur til að spila 200 leiki fyrir FH í efstu deild. Atli Viðar er næstleikjahæstur hjá félaginu með 186 leiki í deildinni.

K ristján Finnbogason , sem lengi varði mark KR-inga, varð á sunnudaginn þriðji leikjahæsti leikmaður efstu deildar karla í fótboltanum hér á landi. Kristján, sem er 42 ára gamall, hljóp þá í skarðið hjá Fylki gegn Víkingi frá Ólafsvík þegar Bjarni Þórður Halldórsson , markvörður og fyrirliði Árbæjarliðsins, gat ekki spilað vegna meiðsla. Kristján er markvarðaþjálfari Fylkis og var jafnframt varamarkvörður í sumar. Hann lék þarna sinn 268. leik í efstu deild og fór framúr Sigurði Björgvinssyni sem lék 267 leiki fyrir Keflavík og KR á sínum tíma. Aðeins Birkir Kristinsson (321) og Gunnar Oddsson (294) hafa spilað fleiri leiki en Kristján.

Ó lafur Ingi Skúlason , landsliðsmaður í knattspyrnu, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik Zulte-Waregem og OH Leuven í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag. Ólafur Ingi fékk heilahristing eftir að hafa rekist harkalega saman við Evariste Ngolok. Hann missti þó aldrei meðvitund. Habib Habibou kom inná í stað Ólafs Inga og nýtti sér það vel en hann skoraði tvö mörk í 4:2-sigri Zulte-Waregem.

Framherjinn Pape Mamadou Faye er kominn í kapphlaup við tímann um að ná byrjun Íslandsmótsins í knattspyrnu á næsta ári. Pape tryggði Víkingi R. sæti í úrvalsdeild með báðum mörkunum í 2:1-sigri á Þrótti R. um helgina en er á leið í mjaðmaraðgerð og verður frá keppni í 6-9 mánuði.

Ísland varð í 8. sæti á Evrópubikarmótinu í andspyrnu, áströlskum fótbolta, um helgina og er það besti árangur Íslands frá upphafi. Páll Tómas Finnsson var kjörinn í úrvalslið mótsins og Jón Einarsson sterkasti leikmaðurinn. Selma Dóra Ólafsdóttir var í sigurliði Crusaders í kvennaflokki þar sem tvö lið kepptu.