Allt stefnir í að nýtt kortasölumet verði sett í Borgarleikhúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá leikhúsinu seldust í fyrra yfir 11 þúsund áskriftarkort, en í ár hafa nú þegar 9 þúsund kort verið seld og enn eru fjórar vikur eftir af kortasölunni.
Allt stefnir í að nýtt kortasölumet verði sett í Borgarleikhúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá leikhúsinu seldust í fyrra yfir 11 þúsund áskriftarkort, en í ár hafa nú þegar 9 þúsund kort verið seld og enn eru fjórar vikur eftir af kortasölunni. „Sala korta á síðasta ári í Borgarleikhúsinu var söguleg og það kemur okkur skemmtilega á óvart að salan aukist enn,“ segir Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri.