Raunir Söguhetjurnar Joel og Ellie mega margt reyna.
Raunir Söguhetjurnar Joel og Ellie mega margt reyna.
Þegar undirritaður var barn snerust tölvuleikir um að bregða sér í hlutverk pípara til þess að bjarga prinsessu úr kastala eldspúandi risaskjaldböku.

Þegar undirritaður var barn snerust tölvuleikir um að bregða sér í hlutverk pípara til þess að bjarga prinsessu úr kastala eldspúandi risaskjaldböku. Eini vísirinn að samtölum eða söguþræði í þeim leikjum voru skilaboð um að téð prinsessa væri alls ekki í kastalanum sem píparinn knái var að enda við að umturna í örvæntingafullri leit sinni að henni.

Nú er hins vegar öldin önnur og er gríðarlegur metnaður lagður í handrit og talsetningu tölvuleikja sem framleiddir eru í dag fyrir utan allar þær framfarir í grafík sem hafa orðið frá tíma ítalska píparans.

Gott dæmi er ævintýraleikurinn The Last of Us sem kom út í sumar sem segir frá svaðilför smyglara og ungrar stúlku tuttugu árum eftir að vírus sem breytir þorra mannkyns í uppvakninga hefur gert heiminn að distópískri martröð.

Samskiptin á milli söguhetjanna og þrekraunirnar sem þær lenda í eru svo vel skrifaðar að leikurinn er mun áhrifameiri en flestar kvikmyndir. Á köflum er spilarinn hreinlega bugaður á sálinni svo mjög lifir hann sig inn í afdrif mannkynsins í þessum harða heimi. Prinsessan hans Mario náði aldrei að vekja slíka tilfinningar.

Kjartan Kjartansson