Samband íslenskra auglýsingastofa vill vita hver afstaða Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sé til þess hvort ráðuneytið eigi að beita sér fyrir því að afnema bann við því að auglýsa lausasölulyf í sjónvarpi. Í samtali við mbl.

Samband íslenskra auglýsingastofa vill vita hver afstaða Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sé til þess hvort ráðuneytið eigi að beita sér fyrir því að afnema bann við því að auglýsa lausasölulyf í sjónvarpi.

Í samtali við mbl.is segir Valgeir Magnússon, formaður sambandsins, bannið vera ólöglegt samkvæmt EES-samningnum. „Þetta er svo gamaldags hugsun. Það má auglýsa lausasölulyf á Íslandi alls staðar nema í sjónvarpi, sem er svolítið sérkennilegt.“

Í erindi sem sent var til Kristjáns í gærmorgun kemur fram að ef hann verði ekki við kröfunni innan 14 daga frá dagsetningu bréfsins muni sambandið eiga þann kost einan að leita atbeina dómstóla vegna málsins, eða eftir atvikum bera málið undir eftirlitsstofnun EFTA. „Við vonumst eftir því að menn taki þessa fyrirspurn alvarlega og svari okkur. Við vonumst líka eftir því að menn sjái að sér og svarið verði þannig að þessu verði breytt í framtíðinni,“ segir Valgeir. kij@mbl.is