Frá bás Renault á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfurt. Fólksbílalína Renault er þar sú vistvænasta.
Frá bás Renault á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfurt. Fólksbílalína Renault er þar sú vistvænasta. — Morgunblaðið/Morgunblaðið/Re
Fólksbílalína Renault-verksmiðjanna hefur tekið forystuna í mengunarmálum, en hún losar nú minna koltvíildi (CO 2 ) en bílalína annarra bílaframleiðenda í Evrópu.

Fólksbílalína Renault-verksmiðjanna hefur tekið forystuna í mengunarmálum, en hún losar nú minna koltvíildi (CO 2 ) en bílalína annarra bílaframleiðenda í Evrópu. Losun bílalínu Renault í heild er aðeins 115,9 grömm á hvern kílómetra samkvæmt niðustöðum rannsóknarstofnunarinnar AAA-DATA. Er það minnsta losun gróðurhúsalofts smíðisflota allra bíla sem seldir voru á fyrri helmingi ársins.

Niðustaðan endurspeglar þá stefnu Renault að ná sífellt betri árangri í nýtingu eldsneytis með sparneytnari vélum, segir Jean-Philippe Hermine, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Renault-samsteypunni.

Minnkar meðaltalslosun

Þennan árangur Renault má þakka mikilli yngingu smíðisflotans; þar á meðal fimm módelum sem losa innan við 100 g/km, eða Twingo, nýjum Clio, Captur, Megane og Dacia Sandero. Raunin er sú, að í smábílaflokki dísilknúinna bíla losar hinn nýi Clio Energy dCi 90 eco² minna gróðurhúsaloft en allir aðrir, eða 83 g/km. Allar útgáfur hins nýja Clio losa 18,5 g/km minna koltvíildi en fyrri kynslóðin.

Auk þessa er Renault fremstur allra evrópskra bílsmiða í smíði rafknúinna farartækja. Sala á slíkum bílum hefur átt sinn þátt í að minnka meðaltalslosun framleiðslubíla fyrirtækisins. Þegar á heildina er litið hefur losunin minnkað um tæplega 10 grömm á kílómetra á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, eða úr 125,5 g/km í 115,9 g/km.

agas@mbl.is