Sól Upptaka D-vítamíns verður fyrst og fremst til fyrir áhrif sólarljóss á húð.
Sól Upptaka D-vítamíns verður fyrst og fremst til fyrir áhrif sólarljóss á húð.
Þar sem Íslendingar búa stóran hluta ársins við lítið sólarljós þurfa þeir að huga vel að D-vítamínbúskap líkamans, enda verður upptaka þessa vítamíns fyrst og fremst til fyrir áhrif sólarljóssins á húðina.

Þar sem Íslendingar búa stóran hluta ársins við lítið sólarljós þurfa þeir að huga vel að D-vítamínbúskap líkamans, enda verður upptaka þessa vítamíns fyrst og fremst til fyrir áhrif sólarljóssins á húðina.

Í bókinni D-vítamín, fjörefni sólarljóssins eftir Zoltan P. Rona, sem nýlega kom út hjá Bókaútgáfunni Sölku, er hægt að fræðast um D-vítamín. Bókin er full af fróðleik um gagnsemi D-vítamíns, áhrif þess á líkamsstarfsemina og hvaða vandamál geta skapast við skort á því. D-vítamín er ekki dæmigert fjörefni og við fáum ekki alltaf nægilegt magn þess úr fæðunni. Þá sem njóta ekki nægilega mikillar sólar getur skort D-vítamín, en það er nauðsynlegt fyrir heilbrigt taugakerfi, heila, hjarta og æðakerfi. Það er nauðsynlegt fyrir húðina, beinin, sjónina og heyrnina, svo nokkuð sé nefnt. Það ver okkur líka fyrir alvarlegum sjúkdómum.