Styrmir Gunnarsson
Styrmir Gunnarsson
Styrmir Gunnarsson skrifar: Það er dýrt spaug að vera í Evrópusambandinu. Æðsta forysta þess skiptist á milli aðildarríkja á sex mánaða fresti. Næst er komið að Grikkjum. Þeir eiga að taka við hinn 1. janúar nk.

Styrmir Gunnarsson skrifar:

Það er dýrt spaug að vera í Evrópusambandinu. Æðsta forysta þess skiptist á milli aðildarríkja á sex mánaða fresti. Næst er komið að Grikkjum. Þeir eiga að taka við hinn 1. janúar nk.

En nú hafa vaknað spurningar um hvort þeir hafi efni á því. Raunar er ljóst að þeir hafa það ekki.

Tveir þingmenn í Þýzkalandi hafa hvatt Grikki til þess að láta það fram hjá sér fara.

Hvers vegna? Vegna þess að kostnaður Grikkja af þeirri virðingu mundi verða sem nemur 16 milljörðum íslenzkra króna!

Hvers konar rugl er þetta?! Þótt bókhaldstölur segi annað segja þeir sem bezt til þekkja að tilraun Íslands til að komast inn í Öryggisráðið á sínum tíma hafi kostað milljarð.

Veruleikinn í ríkisfjármálum okkar í dag sýnir bezt hvers konar vitleysa þar var á ferð, þótt lítið þýddi að hafa orð á því við stjórnvöld á þeim tíma.

Þeir sem stjórna ferðinni hjá Evrópusambandinu eru búnir að tapa áttum í jafn ríkum mæli og ríkisstjórn Íslands í öryggisráðsmálinu, þegar svo er komið að það kostar aðildarríki ESB 16 milljarða að sinna fundarstjórn á þess vegum í 6 mánuði.“