Ljóðskáld Nokkur skáldanna hittust í Danmörku: Lennox Raphael, Anna S. Björnsdóttir, Niels Hav, Ulla Tarp Danielsen og Karsten Bjarnholt.
Ljóðskáld Nokkur skáldanna hittust í Danmörku: Lennox Raphael, Anna S. Björnsdóttir, Niels Hav, Ulla Tarp Danielsen og Karsten Bjarnholt.
Næstu daga lesa nokkur ljóðskáld frá Danmörku upp úr verkum sínum ásamt íslenskum skáldbræðrum, á samkomum í Reykjavík og á Selfossi. Yfirskrift ljóðahátíðarinnar er „Brúað með orðum“ en lesið verður upp á íslensku, dönsku og ensku.

Næstu daga lesa nokkur ljóðskáld frá Danmörku upp úr verkum sínum ásamt íslenskum skáldbræðrum, á samkomum í Reykjavík og á Selfossi. Yfirskrift ljóðahátíðarinnar er „Brúað með orðum“ en lesið verður upp á íslensku, dönsku og ensku.

Fyrsta samkoman verður í kvöld, þriðjudag kl. 20, hjá Norræna félaginu við Óðinstorg og er aðgangur ókeypis. Níu skáld koma þá fram. Íslendingarnir eru þau Einar Már Guðmundsson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Anna S. Björnsdóttir, Þór Stefánsson og Birgir Svan Símonarson. Frá Danmörku koma þau

Niels Hav, sem hefur gefið út fjöldann af smásögum og ljóðabókum sem hafa verið þýddar á mörg tungumál; Cindy Lynn Brown sem er ljóðskáld, kennir og heldur fyrirlestra um bókmenntir; Karsten Bjarnholt, sem er formaður ljóðskálda í danska Rithöfundasambandinu og hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka; og Lennox Raphael, sem er fæddur í Trinidad en hefur verið búsettur lengi í Danmörku.

Skáldin lesa aftur upp í Hannesarholti á miðvikudagskvöld, klukkan 20. Þá bætist Jón Kalman Stefánsson í hópinn.

Á fimmtudag kl. 16 verður upplestur í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi og loks í Gunnarshúsi við Dyngjuveg, þá um kvöldið kl. 20.