Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason
Ekki er loku fyrir það skotið að landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason verði liðsfélagi leikmanna á borð við Brasilíumanninn Hulk og Andrei Arshavin hjá rússneska liðinu Zenit St. Petersburg í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnast að nýju.

Ekki er loku fyrir það skotið að landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason verði liðsfélagi leikmanna á borð við Brasilíumanninn Hulk og Andrei Arshavin hjá rússneska liðinu Zenit St. Petersburg í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnast að nýju.

Zenit hefur áhuga á að krækja í Alfreð en talið er að félagið sé reiðubúið að punga út um 10 milljónum evra, um 1,6 milljörðum króna, til að fá Alfreð. Ekki er víst að það sé nóg þar sem félög víða um Evrópu hafa sýnt Alfreð áhuga.

Alfreð er „sjóðheit söluvara“ enda búinn að skora níu mörk í sjö leikjum fyrir Heerenveen á tímabilinu, og 37 mörk í 39 leikjum síðan hann kom fyrir hálfa milljón evra frá Lokeren fyrir síðasta tímabil. sindris@mbl.is