Fasteignir Landfestar eiga m.a. Höfðaborg í Borgartúni.
Fasteignir Landfestar eiga m.a. Höfðaborg í Borgartúni. — Morgunblaðið/Golli
Stjórn Eikar fasteignafélags, sem er umsvifamikið í miðbænum, og Arion banki, eigandi fasteignafélagsins Landfesta, hafa ákveðið að hefja viðræður um hugsanlegan samruna félaganna. Í lok síðustu viku stóðu hluthafar Eikar frammi fyrir fjórum kostum.

Stjórn Eikar fasteignafélags, sem er umsvifamikið í miðbænum, og Arion banki, eigandi fasteignafélagsins Landfesta, hafa ákveðið að hefja viðræður um hugsanlegan samruna félaganna.

Í lok síðustu viku stóðu hluthafar Eikar frammi fyrir fjórum kostum. Þeim stóð til boða að sameina félagið tveimur fasteignafélögum og kaupa þekktar eignir af því þriðja eða gátu rekið fyrirtækið áfram í núverandi mynd. Eik hefur samið um kaup á helstu eignum SMI sem á m.a. Turninn í Kópavogi. Skömmu eftir að tilkynnt var um kaupin gerði Reginn, sem m.a. á Smáralind, yfirtökutilboð í Eik en með þeim fyrirvara að kaup Eikar á fasteignum SMI myndu ekki ganga í gegn. Loks upplýsti Arion banki að hann hefði áhuga á að hefja sameininingarviðræður á milli Eikar og Landfesta.

Yfirtökutilboði Regins í Eik var ekki tekið, ákveðið var að ganga frá kaupum á SMI, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er búið að tryggja fjármögnun á þeim kaupum, og nú eru að hefjast viðræður á milli stjórnar Eikar og Arion banka um samruna við Landfestar.

Markmið viðræðnanna er að leggja mat á eignarhlutföll í sameinuðu félagi og væntan ábata hluthafa félaganna tengdan samlegðartækifærum félaganna og hugsanlegri skráningu hlutafjár hins sameinaða félags í Kauphöll, samkvæmt tilkynningu.

Til að öðlast betri innsýn á hvernig eignarhald sameinaðs félags gæti verið háttað hefur Halldór Bjarki Lúðvígsson, framkvæmdastjóra fjárfestingarbankasviðs Arion banka, sagt við Viðskiptablaðið gæti eignahlutur Arion banka í félaginu verið rúm 40%.

Eignasöfn Eikarog Landfesta eru sögð passa vel saman. Eik sé stórtækt í miðbænum en Landfestar séu umsvifamiklar í Borgartúni og Ármúla. Samanlagt virði eigna Eikar, SMI og Landfesta gæti numið um 60 milljörðum fyrir samlegðaráhrif og skráningu. helgivifill@mbl.is

Reginn vill áfram
eignast Eik
» Eignasöfn Eikar og Landfesta eru sögð passa vel saman.
» Eik sé stórtækt í miðbænum en Landfestar séu umsvifamiklar í Borgartúni og Ármúla.
» Þrátt fyrir að hluthafar Eikar hafi hafnað yfirtökutilboði Regins, hefur Reginn enn áhuga á frekari viðræðum um að eignast Eik.