Eldur kom upp í einbýlishúsi í Hnífsdal í gærkvöldi. Enginn var heima í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir húsið vera mikið skemmt og líklega ónýtt.

Eldur kom upp í einbýlishúsi í Hnífsdal í gærkvöldi. Enginn var heima í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir húsið vera mikið skemmt og líklega ónýtt.

Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn laust fyrir kl. 19 og tókst fljótlega að slökkva eldinn.