Hreindýraveiðum lauk 20. september sl. Útgefinn heildarkvóti fyrir árið eru 1.229 dýr en 47 leyfi af því eru nóvemberleyfi á kýr. Því mátti veiða 1.182 dýr á nýyfirstöðnu tímabili. Þar af voru 606 tarfaleyfi og 576 kýrleyfi.

Hreindýraveiðum lauk 20. september sl. Útgefinn heildarkvóti fyrir árið eru 1.229 dýr en 47 leyfi af því eru nóvemberleyfi á kýr. Því mátti veiða 1.182 dýr á nýyfirstöðnu tímabili. Þar af voru 606 tarfaleyfi og 576 kýrleyfi. Á tímabilinu voru sex tarfar og 30 kýr ekki veiddar.

Jóhann Guttormur Gunnarsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að veiðarnar hafi gengið vel þrátt fyrir að menn hafi byrjað frekar seint að veiða kýrnar. „Veðrið var almennt gott mestallt tímabillið en það setti þó strik í reikninginn að seinasta heila helgin nýttist ekki vegna slæmrar veðurspár og veðurs,“ segir Jóhann og bætir við að í heild hafi veiðitímabilið verið gott og dýrin sem veiddust verið væn. Biðlistar aðalumsókna kláruðust á svæði 8 og fleiri svæðum, meira að segja varaumsóknir.