Fjölsótt Aðalpersóna teiknimyndarinnar Aulinn ég 2, Gru, með fagurgulum skósveinum sínum. 22.700 miðar hafa selst á myndina hér á landi.
Fjölsótt Aðalpersóna teiknimyndarinnar Aulinn ég 2, Gru, með fagurgulum skósveinum sínum. 22.700 miðar hafa selst á myndina hér á landi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Teiknimyndin Aulinn ég 2 , Despicable Me 2 á frummálinu, er tekjuhæsta kvikmynd helgarinnar í íslenskum bíóhúsum, aðra vikuna í röð.
Teiknimyndin Aulinn ég 2 , Despicable Me 2 á frummálinu, er tekjuhæsta kvikmynd helgarinnar í íslenskum bíóhúsum, aðra vikuna í röð. Myndin er framhald teiknimyndarinnar Aulinn ég og líkt og í henni fer Pétur Jóhann Sigfússon á kostum í íslenskri talsetningu þessarar sem vísindamaðurinn Gru. Kvikmyndin sem næstflestum krónum skilaði í miðasölukassa kvikmyndahúsanna er Riddick , sú þriðja um vígamannsem er hundeltur af hausaveiðurum á fjarlægri plánetu og var hún frumsýnd fyrir helgi. Sú þriðja, The Butler , er einnig ný á lista og byggð á ævi Eugene Allen sem gegndi stöðu bryta í Hvíta húsinu til ársins 1986 og þjónaði þar mörgum forsetum Bandaríkjanna.