Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, en maðurinn réðst á nágrannakonu sína með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði. Manninum er jafnframt gert að greiða konunni 400.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, en maðurinn réðst á nágrannakonu sína með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði. Manninum er jafnframt gert að greiða konunni 400.000 krónur í miskabætur.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákærði manninn 23. apríl sl. Árásin átti sér stað 2. júní árið 2012 á baklóð við fjölbýlishús í Reykjavík. Maðurinn veittist að nágrannakonu sinni og hrinti henni með þeim afleiðingum að hún féll á skóflu sem lá í grasinu. Konan hlaut brot á vinstri brothálsi upphandleggjar við fallið. Maðurinn neitaði sök.

Hann viðurkenndi hins vegar að hann hefði átt í snörpum samræðum við konuna á baklóð fjölbýlishússins. Hann var ósáttur við að hún hefði þjófkennt dóttur sína. Hann sagðist hafa ætlað að stöðva för konunnar og lagt fingurgóma vinstri handar á öxl hennar, en við það féll hún í jörðina. Maðurinn hélt því fram að snerting sín hefði ekki getað skýrt fall konunnar.

Héraðsdómur segir, að þegar framburður konunnar og vitnis sé virtur þá liggi fyrir sönnun þess að maðurinn hafi veist að konunni.

Vitnið kveðst hafa séð þar sem ákærði ýtti á bak konunnar, sem við það hafi fallið fram fyrir sig.