*Valþór Guðrúnarson , leikmaður Akureyrar, hóf Íslandsmótið af krafti og skoraði átta mörk í sigurleik Akureyrar á Fram. Valþór lék 19 leiki Akureyrarliðsins á síðustu leiktíð og skoraði samtals níu mörk í þeim leikjum.
*Valþór Guðrúnarson , leikmaður Akureyrar, hóf Íslandsmótið af krafti og skoraði átta mörk í sigurleik Akureyrar á Fram. Valþór lék 19 leiki Akureyrarliðsins á síðustu leiktíð og skoraði samtals níu mörk í þeim leikjum.

*Enginn leikmaður skoraði meira en einn tug marka í fyrstu umferð Olís-deildarinnar. Í fyrra byrjuðu tveir leikmenn með látum í fyrstu umferðinni og skoruðu vel yfir einn tug marka. Ragnar Jóhannsson , FH, skoraði 13 mörk gegn Akureyri fyrir norðan og Björgvin Hólmgeirsson , ÍR, kom boltanum 12 sinnum í markið hjá Aftureldingu að Varmá.

*Fjórir þjálfarar þreyttu frumraun sína við að stýra liði í efstu deild karla í handknattleik í fyrstu umferðinni, Arnar Pétursson með ÍBV, Guðlaugur Arnarsson hjá Fram, Ólafur Stefánsson með Val og Samúel Ívar Árnason , þjálfari HK.

*ÍBV lagði ÍR í fyrstu umferð á laugardaginn. Það var fyrsti sigur ÍBV í efstu deild í handknattleik karla í rúm fimm ár. Síðast vann ÍBV Aftureldingu í Vestmannaeyjum, 31:29, í leik í efstu deild hinn 16. apríl 2008.

*Þrír leikmenn ÍBV-liðsins í sigurleiknum á ÍR á síðasta laugardag voru einnig í sigurliðinu í sigurleiknum á Aftureldingu í apríl 2008. Þetta eru Grétar Eyþórsson, Kolbeinn Aron Arnarson og Sindri Haraldsson.

*Vorið 2008 féll ÍBV úr efstu deild og lauk keppni með því að tapa fyrir Akureyri, 42:33, á Akureyri 3. maí 2008.