Martina Voss-Tecklenburg
Martina Voss-Tecklenburg
Svisslendingar mæta Íslandi fullir sjálfstrausts á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld eftir 9:0-sigur á Serbíu um helgina í undankeppni HM kvenna í knattspyrnu.

Svisslendingar mæta Íslandi fullir sjálfstrausts á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld eftir 9:0-sigur á Serbíu um helgina í undankeppni HM kvenna í knattspyrnu. Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari Sviss, kvaðst þó ekki vilja fagna góðri byrjun fyrr en að leiknum við Ísland væri lokið.

„Ísland er ólíkt Serbíu. Þetta eru miklir íþróttamenn sem notast mikið við langar sendingar. Þær eru mjög fastar fyrir, spila af mikilli hörku,“ sagði sú þýska þegar hún rýndi í mótherja Sviss í undanriðlinum:

„Þegar við erum með boltann þá verðum við að vera sniðugar og spila honum meðfram jörðinni, vegna þess að að því leyti erum við betri. Við megum ekki hanga of lengi á boltanum og lenda í návígi því þá erum við í verri málum.“ sindris@mbl.is