Grúsk Björn Ingólfsson fæst mikið við ritstörf eftir að hann hætti í skólanum.
Grúsk Björn Ingólfsson fæst mikið við ritstörf eftir að hann hætti í skólanum. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Björn Ingólfsson var lengi skólastjóri Grenivíkurskóla en lét af því starfi fyrir níu árum og hefur fengist við skriftir síðan.
Björn Ingólfsson var lengi skólastjóri Grenivíkurskóla en lét af því starfi fyrir níu árum og hefur fengist við skriftir síðan. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af því að morgni hvað ég eigi að gera þann dag,“ segir Björn, spurður hvort hann hafi nóg fyrir stafni. Á meðan Björn var enn í skólanum sendi hann sér bókina Bein úr sjó – um fisk og fólk í Grýtubakkahreppi. Eftir að hann kvaddi skólann byrjaði Björn á því að skrá sögu Sparisjóðs Höfðhverfinga og réðst síðan í það verk að skrifa ævisögu Sveins í Kálfskinni Jónssonar, þess kunna eyfirska athafnamanns. „Síðan ég skildi við Svein hef ég verið að dunda við þetta,“ segir Björn og vísar til handrits sem hann hefur nýverið sent frá sér, þar sem fjallað er um ýmislegt úr sögu Grýtubakkahrepps síðustu 150 ár. Það verður doðrantur...