Stjórnvöld í Singapúr kynntu í gær nýjar og hertar reglur um ráðningar erlendra sérfræðinga en frá og með ágúst 2014 munu fyrirtæki þurfa að sýna fram á að þau hafi gert tilraun til að ráða innlenda starfsmenn áður en þau fá leyfi til að leita út fyrir...

Stjórnvöld í Singapúr kynntu í gær nýjar og hertar reglur um ráðningar erlendra sérfræðinga en frá og með ágúst 2014 munu fyrirtæki þurfa að sýna fram á að þau hafi gert tilraun til að ráða innlenda starfsmenn áður en þau fá leyfi til að leita út fyrir landsteinana.

Í tilkynningu sagði Tan Chuan Jin, ráðherra mannafla, að yfirvöld væru enn opin fyrir því að fá útlendinga til starfa til viðbótar við innlent vinnuafl en að fyrirtæki þyrftu að gefa Singapúrum tækifæri til jafns við aðra.

Undir nýju reglunum verða fyrirtæki skikkuð til að auglýsa eftir innlendum starfsmönnum á sérstöku starfatorgi sem rekið er af hinu opinbera. Uppfylli engin Singapúri hæfniskröfur fá fyrirtækin leyfi til að ráða útlending í starfið.

Um það bil 37% vinnuafla Singapúr, sem telur 3,36 milljónir, eru af erlendu bergi brotin. Yfirvöld hafa unnið að því að takmarka innflutning erlends vinnuafls en Singapúrar hafa kvartað undan því að þurfa að keppa við innflytjendur um störf, húsnæði og skólapláss.