Vísindi Frá vísindavöku Rannís í fyrra.
Vísindi Frá vísindavöku Rannís í fyrra.
Vísindavaka Rannís verður haldin föstudaginn 27. september kl. 17-22 í Háskólabíói. Gestir Vísindavöku fá að skoða og prófa tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða ýmsar afurðir og spjalla við vísindafólk.

Vísindavaka Rannís verður haldin föstudaginn 27. september kl. 17-22 í Háskólabíói. Gestir Vísindavöku fá að skoða og prófa tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða ýmsar afurðir og spjalla við vísindafólk.

Í aðdraganda vísindavöku er hellt upp á svonefnt vísindakaffi á Súfistanum, Máli og menningu við Laugaveg fram til fimmtudags klukkan 20-21.30 hvert kvöld. Að auki verður boðið upp á vísindakaffi í Sandgerði fimmtudaginn 26. september og á Húsavík föstudaginn 26. september. Vindurinn, atgervi ungs fólks, krabbameinsrannsóknir, sjávardýr, ferðaþjónusta og samfélög norðurslóða, eru meðal efnis í vísindakaffi Rannís í ár en nánari upplýsingar er að finna á vefnum visindavaka.is.