Tónlistarmennirnir Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson halda í tónleikaferð um landið og hefst hún með tónleikum í kvöld kl. 20 í Akraneskirkju.
Tónlistarmennirnir Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson halda í tónleikaferð um landið og hefst hún með tónleikum í kvöld kl. 20 í Akraneskirkju. Skúli og Óskar hafa starfað saman í 15 ár og gefið út tvær plötur, Eftir þögn og The box tree og hlutu báðar Íslensku tónlistaverðlaunin sem plata ársins í flokki djasstónlistar. Aðrir tónleikar þeirra félaga verða haldnir á morgun í Bifröst og þeir þriðju á fimmtudaginn í Akureyrarkirkju og hefjast hvorirtveggju kl. 20. Á föstudaginn leika þeir í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20, á laugardaginn í Reykjahlíðarkirkju kl. 14 og sama dag í Seyðisfjarðarkirkju kl. 20. Á sunnudaginn er það svo Norðfjarðarkirkja kl. 14 og Hornafjarðarkirkja kl. 21. Þriðjudaginn 1. október verða svo haldnir tónleikar í Hannesarholti og hefjast þeir kl. 20.30.