Reiðhjól Það getur komið sér vel að kunna að gera við sitt eigið reiðhjól.
Reiðhjól Það getur komið sér vel að kunna að gera við sitt eigið reiðhjól. — Morgunblaðið/Kristinn
Það er sennilega jafnslæmt að vera á biluðu reiðhjóli og biluðum bíl. Þannig ætti maður í það minnsta ekki að fara út í umferðina því það getur stofnað öðrum í hættu og auðvitað manni sjálfum.
Það er sennilega jafnslæmt að vera á biluðu reiðhjóli og biluðum bíl. Þannig ætti maður í það minnsta ekki að fara út í umferðina því það getur stofnað öðrum í hættu og auðvitað manni sjálfum. Á netinu er fjöldi síðna um það hvernig gera má við reiðhjól sjálfur – án mikils kostnaðar. Gerry Laauzon heldur úti síðunni www.howtofixbikes.ca en sjálfur er hann ástríðumaður um hjólreiðar og flestallt sem þeim tengist. Þessi síða er leið hans til að miðla eigin þekkingu á því hvernig gera á við reiðhjól. Einfaldar færslur í bloggformi og fjöldi ljósmynda auðvelda hinum almenna lesanda að tileinka sér verklagið. Hvernig á að laga sprungið dekk? Hvernig er best að smyrja keðjuna og legurnar til að tryggja betri endingu og minna ískur? Þetta og fjölmargt til viðbótar er að finna á þessari ágætu vefsíðu.