Bílasala er komin á Bland.
Bílasala er komin á Bland. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bland, sölu- og markaðstorg á netinu, hefur ákveðið að stofna bílasölu á netinu. Í því sambandi hefur fyrirtælið ráðið til sín ráðið löggiltan bílasala til að annast umsýslu hennar. Í tilkynningu frá Bland segir að hátt í 10.

Bland, sölu- og markaðstorg á netinu, hefur ákveðið að stofna bílasölu á netinu. Í því sambandi hefur fyrirtælið ráðið til sín ráðið löggiltan bílasala til að annast umsýslu hennar.

Í tilkynningu frá Bland segir að hátt í 10.000 farartæki séu á skrá á sölutorgi þess í hverjum mánuði. Ennfremur að mörg hundruð bílar gangi kaupum og sölum í hverri viku. Aukin sala á bílum í gegnum vefinn hefur orðið til þess að Bland mun leggja meiri áherslu á þróun á sölu farartækja á netinu.

Fá alla aðstoð

„Með ráðningu löggilts bílasala verður lögð áhersla á að bjóða notendum Bland upp á þann möguleika að fá alla helstu aðstoð við bílaviðskipti og fer meirihluti aðstoðarinnar fram í gegnum netið,“ segir í tilkynningunni.

agas@mbl.is