Merkingar vantaði á lina lunda.
Merkingar vantaði á lina lunda.
Starfsmenn Neytendastofu fóru í sex minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur vegna ábendingar um að til sölu væru leikföng sem væru ekki í lagi. Alls voru skoðuð 22 leikföng í umræddum búðum og af þeim voru aðeins tvær vörur eða 9% í lagi.

Starfsmenn Neytendastofu fóru í sex minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur vegna ábendingar um að til sölu væru leikföng sem væru ekki í lagi. Alls voru skoðuð 22 leikföng í umræddum búðum og af þeim voru aðeins tvær vörur eða 9% í lagi.

Í umræddum búðum var sett tímabundið sölubann á alls 11 vörur en við hinar níu voru gerðar athugasemdir, þar sem farið var fram á afhendingu gagna, en ekki sett á tímabundið sölubann að svo stöddu.

Þær minjagripaverslanir sem hér um ræðir eru The Viking á Laugavegi 1, Rammagerðin ehf. í Hafnarstræti 19, Islandia í Bankastræti 2, Ísbjörninn á Laugavegi 38, Ísey á Laugavegi 23 og Thorvaldsensfélagið í Austurstræti 4.

Meðal annars var sett tímabundið sölubann á lunda mjúkdýr, kind, hvítan selkóp, trékú og brúður. Vörurnar voru ekki CE-merktar, en það bendir til að varan sé ekki öruggt leikfang fyrir börn. Eingöngu er heimilt að setja á markað leikföng sem merkt eru með CE-merki. Einnig var nokkuð um að það vantaði framleiðanda, framleiðsluland, varúðarmerkingar auk leiðbeininga, segir á vef Neytendastofu.