Íslensk kona lést í bílslysi í Noregi síðastliðinn laugardag. Hún hét Kristín Martí og var hún 43 ára. Slysið átti sér stað þegar fólksbifreið hennar lenti í árekstri við bifreið sem kom á móti.

Íslensk kona lést í bílslysi í Noregi síðastliðinn laugardag. Hún hét Kristín Martí og var hún 43 ára.

Slysið átti sér stað þegar fólksbifreið hennar lenti í árekstri við bifreið sem kom á móti. Ástæður slyssins eru enn ókunnar en lögregla vinnur að rannsókn málsins. Þrjár ellefu ára stúlkur voru í bílnum þegar áreksturinn varð. Tvær þeirra hafa verið útskrifaðar af sjúkrahúsi. Á norska fréttamiðlinum Fædrelandsvennen kemur fram að Kristín hafi verið á leið heim úr dýragarðinum í Kristiansand ásamt ellefu ára gamalli dóttur sinni og vinkonum hennar þegar slysið varð. Maðurinn sem ók hinum bílnum er 22 ára og var hann einn í bifreiðinni og er alvarlega slasaður. Kristín lætur eftir sig fjögur börn. Haldin verður bænastund í Víkurkirkju í Vík næstkomandi miðvikudag klukkan 20.