Ótímabært er að ganga út frá því að aukin makrílgengd austur af Grænlandi sé komin til að vera. Stofninn geti enda fært sig frá svæðinu á jafnskömmum tíma og það tók hann að fikra sig í norðvesturátt.

Ótímabært er að ganga út frá því að aukin makrílgengd austur af Grænlandi sé komin til að vera. Stofninn geti enda fært sig frá svæðinu á jafnskömmum tíma og það tók hann að fikra sig í norðvesturátt.

Þetta er mat Poul Degnbol, forstöðumanns vísindalegrar ráðgjafar hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu, sem telur aðspurður að Aleqa Hammond, formaður grænlensku landstjórnarinnar, sé bjartsýn þegar hún sjái fyrir sér stórauknar fiskveiðar undan ströndum Grænlands. Slíkt sé ótímabært í ljósi sögunnar.

Kuldaskeið gæti haft áhrif

Ársfundur ICES fer nú fram í Reykjavík og lét Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, þess getið á blaðamannafundi að ef veður kólni geti það haft áhrif á lífríki hafsins við Ísland.

Páll Bergþórsson veðurfræðingur telur að sjór við Ísland muni kólna og að við það geti makríll horfið úr íslenskri lögsögu. 14