Endurfjármögnun Seðlabankinn átti fulltrúa á fundinum.
Endurfjármögnun Seðlabankinn átti fulltrúa á fundinum. — Morgunblaðið/Kristinn
Hörður Ægisson hordur@mbl.is Óformlegur fundur var haldinn í gær í London milli fulltrúa Landsbankans og slitastjórnar LBI og helstu forgangskröfuhafa.

Hörður Ægisson

hordur@mbl.is

Óformlegur fundur var haldinn í gær í London milli fulltrúa Landsbankans og slitastjórnar LBI og helstu forgangskröfuhafa. Fundurinn var haldinn eftir að bankastjóri Landsbankans fór þess á leit í bréfi til LBI í sumar að viðræður yrðu hafnar um að endursemja um 300 milljarða erlenda skuld bankans.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sátu fundinn einnig þau Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, og Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaða og fjárstýringar Seðlabankans.

Greint var frá því í Morgunblaðinu hinn 29. ágúst sl. að Landsbankinn hefði fengið til sín alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið FTI Consulting til aðstoðar í þeim viðræðum sem framundan væru við LBI um að lengja í og endurskoða skilmála á 300 milljarða erlendum skuldum bankans.

Kröfuhafafundur LBI fer fram á miðvikudaginn í næstu viku, en vonir standa til að í kjölfarið verði hægt að hefja formlegar viðræður milli gamla og nýja bankans.