Nú um helgina verður heljarinnar Októberfestival í Laugardal og allskyns skemmtiatriði á boðstólum. Þetta verður einhverskonar reykvísk þjóðhátíð því stóru tjaldi mun verða komið fyrir og þar koma fram m.a.

Nú um helgina verður heljarinnar Októberfestival í Laugardal og allskyns skemmtiatriði á boðstólum. Þetta verður einhverskonar reykvísk þjóðhátíð því stóru tjaldi mun verða komið fyrir og þar koma fram m.a. tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og hinn eini sanni Gunni Helga, Sólmundur Hólm, Lee Nelson, Halldór Gylfa, Steindi og Ágúst Bent.

Stefán Pálsson ætlar að vera með spurningakeppnina Pub-quiz og fullorðinssirkusinn Skinnsemi verður með sýningu. Enski boltinn verður á risatjaldi á laugardag fyrir þá sem hafa áhuga á boltanum.

Hátíðin hefst í dag kl. 16 og hún stendur til miðnættis á morgun, laugardag.