Klámfíkn Joseph Gordon-Levitt og Scarlett Johansson í Don Jon.
Klámfíkn Joseph Gordon-Levitt og Scarlett Johansson í Don Jon.
Don Jon Joseph Gordon-Levitt er leikstjóri, handritshöfundur og aðalleikari Don Jon . Myndin segir af Jon Martello sem á yfirborðinu virðist til mikillar fyrirmyndar. Hann er hins vegar forfallinn klámfíkill og dregur kvenfólk á tálar við hvert...
Don Jon

Joseph Gordon-Levitt er leikstjóri, handritshöfundur og aðalleikari Don Jon . Myndin segir af Jon Martello sem á yfirborðinu virðist til mikillar fyrirmyndar. Hann er hins vegar forfallinn klámfíkill og dregur kvenfólk á tálar við hvert tækifæri. Dag einn kynnist hann ungri konu, Barböru, og verður ástfanginn í fyrsta sinn. Barbara uppgötvar klámfíkn kærastans og reynir þá verulega á sambandið. Auk Gordon-Levitt fara með helstu hlutverk Scarlett Johansson, Julianne Moore, Tony Danza og Glenne Headly. Rotten Tomatoes: 78%

Welcome to the Punch

Breskur glæpamaður sem farið hefur huldu höfði á Íslandi snýr aftur til Lundúna eftir að sonur hans er skotinn. Lögreglumaður sem lengi hefur reynt að hafa hendur í hári glæpamannsins fær nú annað tækifæri til þess og hefst þá mikill eltingaleikur. Leikstjóri myndarinnar er Eran Creevy og með aðalhlutverk fara Andrea Riseborough, Daniel Mays, David Morrissey, James McAvoy, Johnny Harris, Mark Strong og Peter Mullan.

Rotten Tomatoes: 50%

Runner Runner

Poppstjarnan og leikarinn Justin Timberlake leikur stærðfræðisnillinginn Richie Furst sem tapar aleigunni í netpókerleik. Hann grunar að svindlað hafi verið á honum og fer til fundar við eiganda pókersíðunnar, glæpamanninn Ivan Block sem býr á Kostaríku. Block heitir Furst gulli og grænum skógum, gangi hann til liðs við sig og gerir Furst það. Þegar alríkislögreglan fer þess á leit við Furst að hann aðstoði hana við að handsama Block vandast málin. Leikstjóri myndarinnar er Brad Furman og auk Timberlake fara með helstu hlutverk þau Ben Affleck, Gemma Arterton og Anthony Mackie. Rotten Tomatoes: 20%