Á morgun, laugardag, kl. 13 verður haldið sundmót í Nauthólsvíkinni.

Á morgun, laugardag, kl. 13 verður haldið sundmót í Nauthólsvíkinni. Keppnin fer þannig fram að fulltrúar útgerðarfyrirtækja synda frá varðskipinu Baldri, sem verður í Nauthólsvíkinni, að landi og sá sem fyrstur kemur í land á sandströndinni verður kosinn „Sjósundsgarpur Íslands“.

Sjósundsflokkurinn Sjór, sem er aðili innan Sundsambands Íslands, mun einnig synda um 260 metra leið. Klukkan 15 mun þyrla Landhelgisgæslunnar fljúga yfir og sýna í fyrsta skipti björgun úr sjó með þar til gerðu neti. Sá sem veiddur verður upp úr sjónum er Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.