Snorrason Holdings á Dalvík rekur Dalpay, sem er greiðslumiðlun fyrir netverslanir og er nýtt af þúsundum fyrirtækja í rúmlega 80 löndum um heim allan. Dalpay hefur alla tíð verið rekið frá Dalvík og er til húsa í gamla Kaupfélagshúsinu þar í bæ.

Snorrason Holdings á Dalvík rekur Dalpay, sem er greiðslumiðlun fyrir netverslanir og er nýtt af þúsundum fyrirtækja í rúmlega 80 löndum um heim allan.

Dalpay hefur alla tíð verið rekið frá Dalvík og er til húsa í gamla Kaupfélagshúsinu þar í bæ. Það jók umsvif sín fyrr á árinu við kaup á bandarískri greiðslumiðlun.

Að sögn Vals Þórðarsonar hjá Dalpay segir hann afar hagkvæmt að hafa starfsemi af þessu tagi á Dalvík. „Það munar sennilega miklu, bæði hvað varðar tíma og peninga, að vera hérna fremur en á höfuðborgarsvæðinu.“ 22