Ráðhús Reykjavíkur Borgarráð tekur á launavanda borgarinnar.
Ráðhús Reykjavíkur Borgarráð tekur á launavanda borgarinnar. — Morgunblaðið/Eggert
Tillaga borgarstjóra um aðgerðir gegn kynbundnum launamun var lögð fyrir borgarráð í gær. Í tillögunni, sem er í 11 liðum, felst m.a. að í október og nóvember nk.

Tillaga borgarstjóra um aðgerðir gegn kynbundnum launamun var lögð fyrir borgarráð í gær. Í tillögunni, sem er í 11 liðum, felst m.a. að í október og nóvember nk. verður farið í fræðsluátak með stjórnendum innan Reykjavíkurborgar með því markmiði að efla stjórnendur og tryggja þekkingu þeirra og verklag hvað varðar launasetningu óháð kyni. Fræðslan verður skylda fyrir alla stjórnendur á tveggja ára fresti.

Í launakönnun BHM sem kynnt var í síðasta mánuði kom fram að launamunur milli kynja er mestur í Reykjavík, eða 8,5%, en hann er 6,4% hjá öðrum sveitarfélögum. Tillögum borgarinnar er ætlað að ráðast að rót vandans, en kannanir sýna að hjá Reykjavíkurborg birtist launamunurinn helst í aukagreiðslum, s.s. yfirvinnugreiðslum og akstursgreiðslum.

Í tillögum borgarstjóra er einnig lagt til að markvisst verði dregið úr yfirvinnu starfsfólks, núverandi fyrirkomulag fastra yfirvinnusamninga verði endurskoðað samhliða innleiðingu á kynhlutlausu viðbótarlaunakerfi. agf@mbl.is