Android Einn hluti þessa útbreidda stýrikerfis er nefndur eftir Dalvík.
Android Einn hluti þessa útbreidda stýrikerfis er nefndur eftir Dalvík.
Svonefnd sýndarvél í Android-stýrikerfinu frá Google heitir Dalvik.

Svonefnd sýndarvél í Android-stýrikerfinu frá Google heitir Dalvik. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að höfundur hugbúnaðarins, Dan Bornstein, hafi fengið hugmyndina að nafninu eftir að hafa lesið íslenskt smásagnasafn en honum datt þá í hug að gaman gæti verið að nefna hugbúnaðinn eftir íslenskum stað eða bæ. Eftir nokkra leit á netinu rakst hann á Dalvík, sem honum þótti heillandi smábær og fyrirtaks nafn á hugbúnaðinn.

Dalvík dregur annars nafn sitt af Svarfaðardalnum sem teygir sig frá bænum inn í fjalllendi Tröllaskaga.