Allar tölur segja að ferðaþjónustan á Akureyri sé í miklum vexti. Tekjur bæjarsjóðs hafa hins vegar ekki aukist vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustunni, segir Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, í viðtali við Vikudag.
Allar tölur segja að ferðaþjónustan á Akureyri sé í miklum vexti. Tekjur bæjarsjóðs hafa hins vegar ekki aukist vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustunni, segir Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, í viðtali við Vikudag. Hann segir það vera umhugsunarefni hvers vegna tekjur af ferðafólki skili sér ekki betur í bæjarkassann. „Ég ætla ekkert að fullyrða um ástæðu þess að staðan er svona, en nefni þó til sögunnar umræðu og fullyrðingar um svarta atvinnustarfsemi í greininni.“