Umferð úr bænum Suðurlandsvegur
Umferð úr bænum Suðurlandsvegur
Útlit er fyrir að lítið verði um bifreiðakaup hjá landsmönnum á næstu sex mánuðum samkvæmt stórkaupavísitölu Gallup sem birt var í vikunni. Vísitalan stendur nú í 18,4 og lækkaði um 2,4 stig frá júnímælingu vísitölunnar.

Útlit er fyrir að lítið verði um bifreiðakaup hjá landsmönnum á næstu sex mánuðum samkvæmt stórkaupavísitölu Gallup sem birt var í vikunni.

Vísitalan stendur nú í 18,4 og lækkaði um 2,4 stig frá júnímælingu vísitölunnar. Telja 3,8% mjög líklegt að þau muni kaupa bifreið á næstu sex mánuðum og 7,1% að það sé frekar líklegt, að því er fram kemur í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Bílaflotinn er gamall

Hún bendir á að bílaflotinn sé orðinn fremur gamall en meðalaldur fólksbifreiða í síðustu birtu tölum Umferðarstofu, frá 2011, er 11,6 ár en árleg hækkun hans frá 2009 er 0,7 ár og benda þessar tölur síst til þess að flotinn yngist. „Aldur bílaflotans þýðir að færri sjá hag sinn í því að kaupa frjálsar ökutækjatryggingar og dregur því úr tekjum sem af þeim hljótast,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Þar segir að tryggingafélögin bítist nú um takmarkaðan markað en eina leiðin til að stækka hann er að eignum sem tryggja þarf fjölgi.