Hjartaheill og Neistinn hafa hrundið af stað átaki til söfnunar fyrir nýju hjartaþræðingartæki á hjartadeild Landspítala. Í dag eru 260 manns á biðlista eftir hjartaþræðingu.

Hjartaheill og Neistinn hafa hrundið af stað átaki til söfnunar fyrir nýju hjartaþræðingartæki á hjartadeild Landspítala. Í dag eru 260 manns á biðlista eftir hjartaþræðingu.

Biðlað er til landsmanna um að leggja fé til söfnunarinnar, en það er hægt með þrennum hætti: greiða valgreiðslu í heimabanka, hringja í styrktarsíma eða leggja beint inn á reikning söfnunarinnar ef um hærri fjárhæðir er að ræða.

Valgreiðslur munu birtast í heimabönkum elsta íbúa hvers heimilisfangs á næstu dögum.

Einnig má hringja í síma 907 1801-03 og leggjast þá 1.000 til 5.000 krónur í söfnunina.

Á myndinni eru Ásgeir Þór Árnason, Kjartan Birgisson, Anney Birta Jóhannesdóttir, Guðrún Bergmann Franzdóttir og Sveinn Guðmundsson.