Röntgentæki Stefnt er að því að öll röntgentæki, sem eru notuð til að leita að krabbameinum í brjóstum, verði komin í notkun um miðja næstu viku.
Röntgentæki Stefnt er að því að öll röntgentæki, sem eru notuð til að leita að krabbameinum í brjóstum, verði komin í notkun um miðja næstu viku.
Krabbameinsfélag Íslands segir að stefnt sé að því að öll röntgentæki, sem eru notuð til að leita að krabbameinum í brjóstum, verði komin í notkun um miðja næstu viku.

Krabbameinsfélag Íslands segir að stefnt sé að því að öll röntgentæki, sem eru notuð til að leita að krabbameinum í brjóstum, verði komin í notkun um miðja næstu viku.

Undanfarnar vikur hafa þrjú af fimm tækjum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Reykjavík og á Akureyri bilað. Fram kemur í tilkynningu, að vegna þessa hafi bið eftir tímum í hópskoðun lengst. Þó hafi biðin ekki lengst hjá konum sem hafi þurft að fara í myndatöku vegna einkenna.

„Með góðri samvinnu Krabbameinsfélagsins, innflytjenda, framleiðenda og ráðgjafa hefur nú fundist lausn og er stefnt að því að röntgentækin verði öll komin í notkun um miðja næstu viku. Verður lagt kapp á að stytta þá biðlista sem myndast hafa,“ segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.

Þá segir að framundan sé árviss árvekni- og fjáröflunarmánuður vegna krabbameina hjá konum, en þá fjölgi gjarnan þeim konum sem panti sér tíma í skoðun.

Því sé enn mikilvægara en ella að Leitarstöðin sé í stakk búin að bjóða nauðsynlega þjónustu.

„Möguleikar Krabbameinsfélagsins til að bregðast svo skjótt við sem raun ber vitni eru vegna velvildar fyrirtækja og almennings sem birst hefur undanfarin ár. Tekið er við tímapöntun í síma 540 1919,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

gunnardofri@mbl.is