Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason var allt í öllu hjá Heerenveen í gærkvöld þegar liðið vann góðan sigur á Twente, 3:0, í 2. umferð hollensku bikarkeppninnar í knattspyrnu.

Alfreð Finnbogason var allt í öllu hjá Heerenveen í gærkvöld þegar liðið vann góðan sigur á Twente, 3:0, í 2. umferð hollensku bikarkeppninnar í knattspyrnu.

Alfreð lagði upp fyrsta markið í fyrri hálfleiknum en eftir að Twente missti mann af velli fyrir hlé með rautt spjald var eftirleikurinn auðveldur fyrir Heerenveen.

Sérstaklega Alfreð, en hollenskir fjölmiðlar sögðu að með tíu leikmenn hefði Twente ekki haft roð við íslenska framherjanum sem var búinn að skora tvívegis þegar aðeins 18 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum.

Heerenveen er þá komið í 32ja liða úrslit keppninnar, eins og hin Íslendingaliðin Ajax, NEC Nijmegen og AZ Alkmaar. Aron Jóhannsson skoraði einmitt þrennu fyrir AZ í keppninni í fyrrakvöld. Dregið var í gærkvöld og Heerenveen fékk heimaleik við B-deildarlið Venlo. vs@mbl.is