Tröllaskagi Margir smájöklar.
Tröllaskagi Margir smájöklar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Um 130 íslenskir jöklar sem hafa verið nafnlausir verða merktir og nafngreindir í alþjóðlegum jöklaatlas sem kemur út á næsta ári.

Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

Um 130 íslenskir jöklar sem hafa verið nafnlausir verða merktir og nafngreindir í alþjóðlegum jöklaatlas sem kemur út á næsta ári.

Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, hefur ásamt íslenskum og bandarískum samstarfsmönnum gert heildarkort yfir íslenska jökla.

„Ég kortlagði mjög nákvæmlega jöklana á öllu landinu,“ sagði Oddur. „Ef til vill var mesta breytingin á Tröllaskaga þar sem jöklar höfðu verið á kafi í snjó svo áratugum skipti. Undir síðustu aldamót tók snjóinn upp af svæðinu. Ég gerði mér far um að skrá alla jökla sem þar voru og setti þá á kort. Ég safnaði saman þeim nöfnum sem til voru. Eftir stóðu þá einir 130 jöklar sem ekki höfðu fengið nafn. Ég er að ljúka við að setja nöfn á þá alla núna. Örnefnin eru ekki komin á þetta nýja kort að vísu.“

Segja má að ónefndu jöklarnir séu nýuppgötvaðir. Þeir höfðu hvorki sést né verið greindir sem jöklar á árum áður, aðallega vegna þess að þeir voru á kafi í snjó fram yfir 1996. 20