Guðmundur Helgi Pétursson fæddist í Garðabæ 6. janúar 1954. Hann lést á heimili sínu 15. september 2013.

Foreldrar hans voru Pétur Valdimarsson frá Hraunsholti í Garðabæ og Lilja Sigfinnsdóttir frá Grænanesi í Norðfirði, þau eru bæði látin. Guðmundur var elstur þriggja systkina. Systur hans eru Hrönn Pétursdóttir og Hildur Pétursdóttir.

Guðmundur kvæntist Sigríði Sch. Guðbjörnsdóttir árið 1977, þau eignuðust fjögur börn: 1) Albert Snær, f. 1978. 2) Sigurlaug Maren, f. 1981, maki Magnús Kristjánsson. Börn þeirra eru Sóldís Birta og Aron Liljar. 3) Sara Petra, f. 1986, maki Andri Hrafn Agnarsson. 4) Tjörvi, f. 1990, barn hans er Adrían Snær.

Guðmundur verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag, 27. september 2013, og hefst athöfnin kl. 15.

Okkur langar með örfáum orðum að minnast elsku bróður okkar Guðmundar Helga. Það hefur verið sárt síðustu ár að horfa á þig missa heilsuna kæri Gummi, en við trúum því nú að þú sért farinn að hitta mömmu og pabba, og að þér líði betur.

Þar sem englarnir syngja sefur þú

sefur í djúpinu væra.

Við hin sem lifum, lifum í trú

að ljósið bjarta skæra

veki þig með sól að morgni.

Drottinn minn faðir lífsins ljós

lát náð þína skína svo blíða.

Minn styrkur þú ert mín lífsins rós

tak burt minn myrka kvíða.

Þú vekur hann með sól að morgni.

Faðir minn láttu lífsins sól

lýsa upp sorgmætt hjarta.

Hjá þér ég finn frið og skjól.

Láttu svo ljósið þitt bjarta

vekja hann með sól að morgni.

Drottinn minn réttu sorgmæddri sál

svala líknarhönd

og slökk þú hjartans harmabál

slít sundur dauðans bönd.

Svo vaknar hann með sól að morgni.

Farðu í friði vinur minn kær

faðirinn mun þig geyma.

Um aldur og ævi þú verður mér nær

aldrei ég skal þér gleyma.

Svo vöknum við með sól að morgni.

(Bubbi Morthens)

Elsku Sigga, Albert Snær, Sigurlaug Maren, Sara Petra, Tjörvi og fjölskyldur. Megi góður guð veita ykkur styrk á erfiðum tímum.

Þínar systur,

Hrönn, Hildur

og fjölskyldur.